22:00
{mosimage}
Eins og greint var frá fyrir skemmstu hér á Karfan.is er Darrell Flake farinn frá Tindastólsmönnum í Iceland Express deild karla og í hans stað er kominn Alphonso Pugh sem mun líkast til skila stöðu kraftframherja hjá Stólunum. Karfan.is ræddi við Kristinn Friðriksson þjálfara Tindastóls sem hefur mátt sætta sig við gríðarmiklar breytingar á sínu liði í allan vetur en vonast nú til þess að vera með endanlegan hóp fyrir lokasprettinn í deildinni.
,,Flake gat ekki beitt sér og var í raun bara í um 20% standi” sagði Kristinn um Flake sem heldur heim til Bandaríkjanna að jafna sig á hnémeiðslum sem hafa hrjáð hann um langa hríð. ,,Flake ákvað það að fara sjálfur og vissulega er það alltaf vonbrigði en stundum gott. Þetta er engu að síður leiðindarástand og hefur verið dapurt að hafa jafn góðan leikmann jafn mikið meiddann og Flake er búinn að vera” sagði Kristinn og er vongóður um að Pugh fallinn inn í leikmannahópinn á Sauðárkróki.
,,Ég held að sjálfsögðu að við náum að slípa okkur saman en Pugh er svona ,,inside” leikmaður” sagði Kristinn og viðurkennir að það séu töluverð óþægindi að hafa jafn tíðar breytingar á leikmannahópi sínum og raun ber vitni.
,,Við höfum verið að breytast með nokkurra vikna millibili síðan leiktíðin byrjaði og það var sérlega vont að missa báða stóru mennina í meiðsli snemma á tímabilinu. Við höfum verið vængbrotnir meira og minna allt tímabilið og höfum aldrei verið með það lið sem ég hef viljað vera með” sagði Kristinn og bendir á að vissulega hafi önnur lið misst marga leikmenn í meiðsli og fleira en það þurfi ekki stærðfræðing til að sjá að langflestar breytingarnar hafa orðið á liði Tindastóls.
,,Ég hef ekki hugmynd um hvort ég sé kominn með endanlegan hóp núna en það koma ekki nýjir leikmenn í liðið héðan af” sagði Kristinn en Pugh kom á Krókinn í gær og hefur þegar náð æfingu með sínu nýja liði. ,,Ég hef engar áhyggur af Pugh sem leikmanni, hann breytir ekki öllu fyrir liðið en hann mun örugglega hafa eitthvað að segja, það kemur bara í ljós” sagði Kristinn sem á von á hörkuleik á föstudag gegn Þór Akureyri en þessi lið hafa undanfarið leikið mikla spennuleiki þar sem Svavar Atli Birgisson hefur gert gæfumuninn fyrir sína menn með flautukörfum.
,,Þórsleikirnir okkar hafa verið áhugaverðir og það bendir ekki til annar en að það verði áfram þannig. Svavar verður vissulega einn af þeim mönnum sem við leitum til að klára leikinn en við þurfum að vinna sem lið til að Þór” sagði Kristinn Friðriksson þjálfari Tindastóls sem vermir nú 10. sæti deildarinnar með 14 stig.
Pugh lék með Tennessee at Chattanooga háskólanum og útskrifaðist þaðan 2006, nú í vetur hefur hann leikið í næst efstu deild í Ísrael með Hapoel Kiryat Tivon. Kappinn er 25 ára gamall og er 198 cm



