Áhugaleysi einkendi leik Hamars og Snæfells í kvöld og átti það við um alla umgjörð, mætingu hjá áhorfendum, dómurum og leikmönnum en þó einkum heimastúlkum sem báru aðeins of mikla virðingu fyrir vestanstúlkum.
5-4 breyttist í 5-16 og 10-22 eftir 1. leikhluta. Hamar sá reyndar aðeins til sólar í byrjun annars leikhluta en Snæfell kláraði hann sterkt og leiddi í hálfleik 25-40. Snæfell rúllaði á öllu sínu liði seinni hlutann og sama hjá Hamri undir lokin þar sem munurinn var alltaf um og yfir 20 stig. Snæfell vann alla leikhluta og leikinn 40-64.
Dómarar kvöldsins nenntu þessu ekki og augljós skref og tvígrip ekki dæmd. Jafnvel “þrígrip” ef það má kalla fór fram hjá dómurunum og fyrsta sinn sem undirritaður sér slíkt á elsta stigi. Það var þó ekki hallað á hvorugt liðið í dómgæslunni, bara slakur dagur flautumeistaranna. Önnur skotklukkan í Frystikistunni biluð líkt og í síðustu viku, leikmenn að þurrka gólfið sjálfir og ekki píla á ritaraborði, allt smáhlutir sem þarf að laga. Hjá heimastúlkum þarf að skrúfa hausinn rétt á og koma í næsta leik af fullum krafti. Sidnei þarf að æfa skotin sín sem og reyndar Hamarliðið í heild sinni. Hvergerðingar þurfa svo að mæta og hvetja sínar stúlkur, sárafáir mættir í kvöld. Snæfell komið á sigurbraut aftur og ekki að sjá að þær klári ekki deildina í fyrsta sæti.
Hamar: Sydnei Moss 15/?8 fráköst, Kristrún Rut Antonsdóttir 6, Sóley Guðgeirsdóttir 6/?5 fráköst/?3 varin skot, Heiða B. Valdimarsdóttir 5, Helga Vala Ingvarsdóttir 3/?5 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 3/?7 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2/?6 fráköst.
Fráköst: 32 í vörn, 3 í sókn.
Snæfell: Kristen Denise McCarthy 20/?18 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 16/?10 fráköst/?5 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 13/?4 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 7, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3, Alda Leif Jónsdóttir 3/?6 fráköst, María Björnsdóttir 2.
Fráköst: 31 í vörn, 16 í sókn.
Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Jóhannes Páll Friðriksson.
Umfjöllun/ Anton Tómasson



