Haukur Helgi Pálsson hefur samkvæmt fréttatilkynningu KKÍ rétt í þessu því miður þurft að draga sig úr hópnum vegna meiðsla.

Ekki er tilgreint frekar hvers eðlis meiðsl Hauks eru, en inn í hóp íslenska liðsins í hans stað kemur Almar Orri Atlason.

Ljóst er að um nokkuð mikið áfall er að ræða fyrir íslenska liðið, en ekki er Haukur aðeins stigahæsti leikmaður Íslands allra tíma á lokamótum, heldur var hann mikilvægur liðinu í undankeppninni þar sem liðið vann sér sæti á lokamótinu.



