Miðherjinn Almar Stefán Guðbrandsson hefur framlengt samning sinn við Keflavík en hann lék að meðaltali rúmar 12 mínútur í leik með Keflvíkingum á síðasta tímabili.
Á heimasíðu Keflavíkur segir að það sé bæði trú stjórnar KKD Keflavíkur og leikmannsins sjálfs að mun meira búi í þessum stóra og stæðilega leikmanni og þar af leiðandi bindi félagið miklar vonir við Almar á komandi tímabili.
www.keflavik.is



