Fall er faraheill sagði einhver, en eftir að kynning á liði Valsmanna var lokið og slökkt voru ljósin í húsinu fyrir eldhressa kynningu á heimamönnum í Snæfelli þá sló út tenglum frá kastljósinu sem slökkti á hljóðkerfinu og ekkert heyrðist. En eftir einhver hlaup, hróp og köll var brugðið á það ráð að hafa kynninguna órafmagnaða og æpti kynnirinn nöfn leikmanna yfir salinn og spurning hvort föstudagurinn þrettándi hafi minnt á sig með þessari uppákomu eða skrifa þetta á klár mannleg mistök, en skemmtileg samt.
Leikurinn hófst þó eðlilega og Valsarar virtust ætla að bíta frá sér strax með góðri baráttu en eftir að Nonni Mæju jafnaði 7-7 fóru Snæfellingar í gang og komust straxí 14-7 þar sem Sveinn Arnar setti 5 stig í góðum gír og staðan varð svo fljótt 10 stig 21-11 fyrir Snæfell. Allir voru heitir hjá Snæfeli og sama hver kom inná þeir létu til sín taka líkt og Daníel Kazmi og Ólafur Torfason sem settu strax sinn þristinn hvor og staða eftir fyrsta hluta 30-17 fyrir Snæfell.
Quincy var með sýningu á hvernig á að troða og ekki troða sem var gaman fyrir áhorfendur. Igor Tratnik hélt gestunum frá Hlíðarenda við efnið og var þeirra duglegastur í sókninni en vörnin var ráðvillt á köflum gegn hröðum sóknum Snæfells. Leikurinn varð fljótt aukin munur Snæfells sem vaar komið í 21 stigamun 44-23 um miðjann annan hluta og flestir að fá mínútur í liðunum sem var ánægjulegt að sjá. Staðan í hálfleik var 53-33 fyrir heimamenn.
Hjá Snæfelli voru 8 komnir á blað og liðið átti ekki erfiðann dag en þar fór fremstur Marquis Hall með 12 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar. Quincy Cole var kominn með 11 stig og 5 fráköst. Í liði Vals var Igor Tratnik burðarás liðsins með 19 stig og 4 fráköst en næstur honum Garrison Johnson með 6 stig.
Quincy Cole smellti tveimur þristum fyrir Snæfell og Garrison Johnson einum fyrir Val í upphafi síðari hálfleiks og var hann að bæta í sinn leik fyrir Val. Staðan var þrátt fyrir það orðin 75-47 þegar liðið var á þriðja hluta og ekkert í spilunum að Valur gerði atlögu að Snæfelli sem spilaði afslappaðri leik og staðan 78-56 þegar fjórði hluti hófst.
Quincy hafði skorað í þriðja hluta 13 stig og kórónað sinn leik með 4 þristum. Ragnar Gylfason og Benedikt Blöndal kom með ágætis innkomu fyrir Val sem voru reyndar komnir 40 stigum undir 99-59 og Snæfell átti þarna 21-0 kafla. Lítið markvert gerðist nema það að Snæfell lét ekki forystuna frá sér og hafa spilað erfiðari leiki. Valsmenn hinsvegar eru núna með 11 tapleiki á bakinu eftir 11 leiki og deildin hálfnuð og mótspyrnan er veik hjá Völsurum sem brotna við minnsta áhlaup og ekki fyrir mikla stærðfræðinga né völvur að spá spilin með þeirra afdrif því miður.
Leikurinn endaði 107-70 fyrir Snæfell sem átti mjög auðvelt kvöld en allir í báðum liðum fengu að spreyta sig sem var jákvætt.
Snæfell:
Quincy Cole 24/9 frák. Ólafur Torfason 16/7 frák. Hafþór Ingi 15/3 frák/3 stoðs. Marquis Hall 14/7 frák/8 stoðs. Jón Ólafur Jónsson 11/9 frák. Pálmi Freyr Sigurgeirsson 10/4 stoðs. Sveinn Arnar Davíðsson 9. Daníel Ali Kazmi 6/4 frák/3 stoðs. Þorbergur Helgi Sæþórsson 3. Óskar Hjartarson 0/3 frák. Snjólfur Björnsson 0. Magnús Ingi Hjálmarsson 0.
Valur:
Igor Tratnik 19/6 frák. Garrison Johnson 14. Ragnar Gylfason 9/3 stoðs. Benedikt Blöndal 8/3 frák. Snorri Þorvaldsson 6/5 frák. Birgir Pétursson 6/8 frák. Austin Magnus Bracy 6/3 frák. Kristinn Ólafsson 2. Hamid Dicko 0. Alexander Dungal 0. Ágúst Hilmar Dearborn 0.
Umfjöllun/ Símon B. Hjaltalín