spot_img
HomeFréttirAllt vaðandi í Grindvíkingum í Röstinni

Allt vaðandi í Grindvíkingum í Röstinni

Grindavík vann í gærkvöldi öruggan sigur á Haukum í Domino´s deild karla. Á tíma var allt „vaðandi“ í Grindvíkingum á vellinum en nokkrir uppaldir Grindvíkingar eru á mála hjá Haukum.
 
 
Gerðist það tvisvar sinnum í leiknum að inni á vellinum voru sjö uppaldir Grindvíkingar í senn. Þarna á velli í annað hvort Grindavíkur- eða Haukabúning voru mættir Þorleifur Ólafsson, Ólafur Ólafsson, Jón Axel Guðmundsson, Kjartan Helgi Steinþórsson, Jens Valgeir Óskarsson Grindavíkurmegin og þeir Helgi Einarsson og Davíð Páll Hermannsson Grindavíkurmegin.
 
Ef menn hefðu verið glöggir Haukamegin þá hefðu þeir auðvitað bætt Þorsteini Finnbogasyni inn á leikvöllinn í gær og þá hefði Grindavíkurbær átt átta uppalda á parketinu á einhverjum tímapunkti í leiknum.
 
Mynd/ Kjartan Helgi Steinþórsson gerði 7 stig fyrir Grindavík í gær en hann er nýkominn til baka í Röstina frá Bandaríkjunum.
Fréttir
- Auglýsing -