spot_img
HomeFréttirAllt undir í Toyotahöllinni í kvöld

Allt undir í Toyotahöllinni í kvöld

09:19
{mosimage}

 

(Tommy Johnson sækir að Hreggviði Magnússyni) 

 

Oddaleikur Keflavíkur og ÍR í undanúrslitum Iceland Express deildar karla fer fram í kvöld kl. 19:15 og verður leikurinn í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport. Það lið sem vinnur í kvöld mætir bikarmeisturum Snæfells í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Takist ÍR að hafa sigur í kvöld verður það í fyrsta sinn síðan úrslitakeppnin hóf göngu sína árið 1984 sem lið af Suðurnesjum leiki ekki til úrslita.

 

ÍR náði 2-0 forystu í einvíginu en Keflvíkingar sýndu mikinn karakter og um leið skráðu sig í metabækurnar er þeir jöfnuðu einvígið 2-2. Þeir geta nú haldið metaskráningunni áfram í kvöld ef þeir vinna oddaleikinn og orðið fyrsta liðið til þess að komast upp úr einvígi eftir að hafa lent 2-0 undir.

 

Það verður nóg um dýrðir í Toyotahöllinni í kvöld þar sem von er á fjölmenni. Rottweilerhundarnir Erpur og Þorsteinn Lár ætla að kasta nokkrum rímum á mannskapinn og þá verður borgarskot Iceland Express á sínum stað sem og ,,hringlið” sem engum hefur tekist að yfirbuga en margir hafa farið flatt á.

 

Mynd: Snorri Örn Arnaldsson

Fréttir
- Auglýsing -