spot_img
HomeFréttirAllt undir í Röstinni á fimmtudag

Allt undir í Röstinni á fimmtudag

Fyrsti oddaleikur úrslitakeppninnar í Domino´s deild karla verður háður í Röstinni á fimmtudag eftir að Njarðvíkingum tókst að knýja fram sigur og jafna einvígið í 2-2 gegn Grindavík. Lokatölur í Ljónagryfjunni í kvöld voru 77-68.
 
 
Það var ekki skotnýtingunni fyrir að fara í kvöld eins og lokatölur leiksins gefa til kynna. Sterk rispa Njarðvíkinga undir lok þriðja leikhluta virtist kynda vel undir liðinu sem hélt sjó og vann spennandi sigur.
 
Þá fyrir fimmtudaginn stendur eftir ein spurning, fara Grindvíkingar í úrslit þriðja árið í röð eða fara Njarðvíkingar í úrslit í fyrsta sinn síðan árið 2007?
 
Njarðvík-Grindavík 77-68 (19-15, 7-15, 25-19, 26-19)
 
Njarðvík: Tracy Smith Jr. 25/3 varin skot, Elvar Már Friðriksson 21/8 fráköst/9 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 13/4 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 6/10 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 5, Ágúst Orrason 5, Hjörtur Hrafn Einarsson 2, Brynjar Þór Guðnason 0, Egill Jónasson 0, Magnús Már Traustason 0, Ragnar Helgi Friðriksson 0.
Grindavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 15/10 fráköst/4 varin skot, Earnest Lewis Clinch Jr. 13/6 fráköst/8 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 12/7 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 11/14 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 10/4 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 4, Daníel Guðni Guðmundsson 3, Hilmir Kristjánsson 0, Nökkvi Harðarson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Kjartan Helgi Steinþórsson 0.
Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Jón Guðmundsson, Björgvin Rúnarsson
Viðureign: 2-2
  
Mynd/ [email protected] – Elvar Már Friðriksson lauk leik með 21 stig, 8 fráköst og 9 stoðsendingar í liði Njarðvíkinga.
Fréttir
- Auglýsing -