Ísland leikur sinn annan leik á lokamóti EuroBasket 2017 kl. 10:45 (13:45 á finnskum tíma) á morgun gegn Póllandi. Á fyrsta leikdegi mótsins tapaði Ísland nokkuð stórt fyrir Grikklandi og var því líkast til nokkuð kærkominn frídagurinn sem liðið fékk í gær. Sem andstæðingur á Pólland ekki að vera jafn sterkur og Grikkland, en þeir eru þó nokkuð fyrir ofan Ísland á styrkleikalista FIBA. Ísland situr þar í 21. sæti á meðan að Pólland er í því 14.
Í fyrsta leik sínum á mótinu tapaði Pólland fyrir Slóveníu með 81 stigi gegn 90. Þar var það bakvörðurinn Mateusz Ponitka sem skilaði liðinu mestu, eða 22 stigum og 12 fráköstum á 29 mínútum spiluðum.
Njósnadeild Karfan.is hefur legið yfir andstæðingum dagsins og skilaði af sér skýrslu í rétt tæka tíð fyrir fyrsta leik. Hér að neðan má finna allar helstu upplýsingar um andstæðing dagsins:
Tólf manna hópur Póllands, síðasta lið og fjöldi landsleikja:
Lukasz Koszarek (Z. Góra – PG) 59 leikir
A.J. Slaughter (Strasbourg – G) 63 leikir
Przemyslaw Zamojski (Z. Gora – SG) 54 leikir
Mateusz Ponitka (P. Kar??yaka – SG/SF) 47 leikir
Karol Gruszecki (Z. Góra – SF) 60 leikir
Michal Sokolowski (Rosa Radom – SF) 49 leikir
Adam Waczynski (Unicaja Malaga – SF) 53 leikir
Aaron Cel (Gravelines – PF) 31 leikir
Tomasz Gielo (Joventut – PF) 32 leikir
Damian Kulig (Banvit – C) 50 leikir
Adam Hrycaniuk (Z. Góra – C) 61 leikir
Przemyslaw Karnowski (Gonzaga – C) 39 leikir
Helstu upplýsingar:
Meðalaldur liðs: 27.9 ára
Fjöldi leikmanna á aldrinum 20-25 ára: 4 leikmenn
Fjöldi leikmanna á aldrinum 25-30 ára: 2 leikmenn
Fjöldi leikmanna eldri en 30 ára: 6 leikmenn
Yngsti leikmaður liðsins: Przemyslaw Karnowski – 23 ára
Elsti leikmaður liðsins: Lukasz Koszarek – 33 ára
Meðalhæð hópsins: 199.1 cm
Minnsti leikmaður liðsins: Lukasz Koszarek – 1.87 cm
Hæsti leikmaður liðsins: Przemyslaw Karnowski – 2.16 cm
Æfingaleikir Póllands í undirbúning fyrir Eurobasket: (7-4)
28. Júlí Pólland-Tékkland: 101-68
29. Júlí Pólland-Tékkland: 85-72
04. Ágúst Pólland-Litháen: 58-59
06. Ágúst Pólland-Lettland: 80-76
11. Ágúst Pólland-Lettland: 65-77
18. Ágúst Pólland-Serbía: 78-85
19. Ágúst Pólland-Þýskaland: 80-75
20. Ágúst Pólland-Rússland: 81-78
24. Ágúst Pólland-Ísrael: 74-77
25. Ágúst Pólland-Bretland: 86-76
26. Ágúst Pólland-Ungverjaland: 73-63
Fjarverandi leikmenn eða á meiðslalista:
NBA leikmaðurinn Marcin Gortat er hættur að spila með landsliði Póllands sem stendur, en hann hefur þó ekkert gefið út hvað framtíðin beri í skauti sér. Þá vantar einnig stóra pósta í Aleksandar Czyz og Maciej Lampe.
Lykilleikmaður:
Mateusz Ponitka – Iberostar Tenerife
Ponitka er 24 ára gamall, tæplega tveggja metra skotbakvörður. Reyndi allt hvað hann gat til þess að koma liðinu í gegnum erfiðan fyrsta leik gegn Slóveníu, 22 stig og 12 fráköst, en allt kom fyrir ekki. Lofaði því að þeir kæmu sterkari til baka í næsta leik (þá gegn Íslandi) og ljóst er að leikmenn Íslands eiga eftir að þurfa að hafa sig alla við til þess að stoppa hann.
We will come back stronger next game ! _x1f1f5__x1f1f1_ #9 #DawajPolska #SklepKoszykarza #EuroBasket2017
— M.M.Ponitka (@1Ponitka0) August 31, 2017
Hverjum á að fylgjast með:
Przemek Karnowski – MoraBanc Andorra
Miðherjann Karnowski þekkja þeir sem fylgst hafa vel með háskólaboltanum bandaríska, en þar spilaði hann fyrir Gonzaga frá 2012 allt þangað til nú síðasta vor. Sá tími var þó ekki auðveldur, þar sem að á 2015-16 tímabilinu var hann meiddur á baki og gat ekki æft neitt í heila sjö mánuði. Hann kom þó sterkari en nokkru sinni fyrr til baka og skilaði sínum bestu tölum á síðasta tímabili.
Algjört fjall af burðum, 140 kg og 216 cm, er hann ekki aðeins einn þeirra sem gaman er að fylgjast með, heldur líka ansi góður fyrir liðið.
Styrkleikar og veikleikar:
Pólska liðið spilar góðan liðsbolta þar sem að sendingin, eða aukasendingin er lykillinn. Þá vilja þeir einnig ná hraðanum upp og njóta sín vel í hröðum leik. Mateusz Ponitka og Adam Waczy?ski ógna af vængjunum á meðan að AJ Slaughter er líklegur til að vera hetja liðsins þegar að líður á leikinn.
Liðið á í einhverjum erfiðleikum með að verjast vagg og veltu sóknarleik. Fá á sig mikið af körfum vegna slæmra skiptinga í vörn. Þá mætti alveg segja að þó Slaughter og Ponitka séu góðir, að þá vantaði sinn “stjörnuleikmann”, eða leikmann sem getur gert hlutina upp á sínar eigin spýtur á þetta mót.
Heimildir / Eurohoops.net og bebasket.fr
Mynd / FIBA