spot_img
HomeFréttirAllt í mesta bróðerni hjá Ragnari og Ara

Allt í mesta bróðerni hjá Ragnari og Ara

13:15
{mosimage}

(Bræðurnir Ragnar t.v. og Ari t.h. Gylfasynir) 

Bræður börðust í Vodafonehöllinni í gær þegar Valsmenn tóku á móti FSu í 1. deild karla. Valur hafði betur í baráttuleik 94-89. Bræðurnir Ari og Ragnar Gylfasynir mættust á vellinum og í fjórða leikhluta höfðu þeir gætur á hvorum öðrum. Þó Ragnar hafi haft betur með Valsmönnum þá lumar Ari á trompi uppi í erminni þar sem FSu hefur betur í innbyrðisviðureignum liðanna. 

Ragnar var næst stigahæstur í liði Vals með 20 stig en yngri bróðir hans Ari hafði aðeins hægar um sig og gerði 9 stig. Báðir bræðurnir leika númer 9 og eru ekki ósvipaðir á velli en þeir hafa bæði leikið saman og gegn hvorum örðum en segja að kappið hafði ekki enn borið þá ofurliði og allt fari þetta fram í mesta ,,bróðerni.” 

,,Mér líst vel á stöðu mála og að fara í úrslitakeppnina en við erum búnir að vinna eina sex deildarleiki í röð og hópurinn er sterkur. Við vorum vængbrotnir til að byrja með þegar það vantaði Rob en nú er hann kominn aftur og Craig (Walls) hefur fallið betur og betur inn í hópinn hjá okkur,” sagði Ragnar kátur í bragði í leikslok í samtali við Karfan.is  

,,Það sést að við söknum Árna (Ragnarssonar) þar sem hann er frábær leikmaður og það hefur vantað smá baráttu í okkur en Árni hefur jafnan hleypt mikilli baráttu í liðið,” sagði Ari. Aðspurðir hvort það færi aldrei í hart hjá þeim bræðrum á vellinum svaraði Ragnar. ,,Þetta er allt í mesta bróðerni hjá okkur. Við þekkjum það báðir að spila með og á móti hverjum öðrum,” sagði Ragnar sem lék með FSu áður en hann skipti yfir til Vals.  

Ari kvaðst ánægður í herbúðum FSu og ætlar sér að halda þar áfram á næstu leiktíð.  

Valur og FSu eru nú jöfn í 2. sæti deildarinnar bæði með 20 stig en Breiðablik hefur 26 stig á toppnum. Það lið sem hefur sigur í 1. deild fer sjálfkrafa upp í Iceland Express deildinna en liðin í 2.-5. sæti leika til úrslita um laust sæti í efstu deild. Eins og stendur verður úrslitakeppnin skipuð FSu, Val, Þór Þorlákshöfn og Haukum en Ármenningar og KFÍ sækja hart að Haukum og Þór um 4. sætið í deildinni.  

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -