spot_img
HomeFréttirAllt í lás á lokamínútunni - Jamtland lá gegn LF

Allt í lás á lokamínútunni – Jamtland lá gegn LF

Brynjar Þór Björnsson og félagar í Jamtland Basket máttu í kvöld þola tveggja stiga tap á útivelli gegn sterku liði LF Basket, 81-79 í sænsku úvalsdeildinni. LF Basket komst í 81-79 þegar mínúta var til leiksloka og var ekki meira skorað.
Brynjar Þór skoraði 7 stig í leiknum og var með einn stolinn bolta. Eftir leikinn í kvöld er Jamtland enn í níunda og næstneðsta sæti með 22 stig en LF í 3. sæti með 34 stig.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -