spot_img
HomeFréttirAllt í hjá Hardy (Umfjöllun)

Allt í hjá Hardy (Umfjöllun)

23:16

{mosimage}

 

(Hardy fór á kostum í Vodafonehöllinni) 

 

Kiera Hardy fór á kostum gegn Val þegar Haukar tylltu sér á topp Iceland Express deildarinnar í kvöld. Hardy gerði 50 stig gegn Val og setti niður 11 af 16 þriggja stiga skotum sínum í leiknum þegar Haukar fóru með 72-93 sigur af Valskonum í Vodafonehöllinni. Stella Kristjánsdóttir var atkvæðamest í liði Vals með 16 stig en nýliðar Vals sitja enn á botni deildarinnar án stiga.

 

Jafnræði var með liðunum að loknum fyrsta leikhluta en þá var staðan 26-27 Haukum í vil. Allt annar bragur var á leik Hauka í öðrum leikhlutanum og gerðu Íslandsmeistararnir þá 28 stig gegn 16 frá Val og staðan 42-55 Haukum í vil í hálfleik.

 

Kiera Hardy var alger yfirburðaleikmaður á vellinum í kvöld og var komin með 38 stig í hálfleik. Þá gerði hún fimm fyrstu stig Hauka í þriðja leikhluta og var komin með 43 stig þegar um 18 mínútur voru til leiksloka.

 

Stella Kristjánsdóttir var að hitta vel í þriðja leikhluta og setti niður tvær góðar þriggja stiga körfur í röð en Haukar hleyptu Val ekki nærri og staðan var 59-75 fyrir fjórða og síðasta leikhlutann.

 

{mosimage}

(Signý er komin inn í Valsliðið að nýju)

 

Unnur Tara Jónsdóttir varð frá að víkja í fjórða leikhluta með fimm villur en það hafði ekki afgerandi áhrif á leik Haukaliðsins þar sem Íslandsmeistararnir voru komnir með þægilega forystu.

 

Heimakonur í Val áttu fína rispu og gerðu 9 stig gegn 2 frá Haukum á einni mínútu og staðan orðin 68-82 en Haukar svöruðu þá að bragði og breyttu stöðunni í 70-91 og gerðu þar með endanlega út um leikinn.

 

Kiera Hardy fór af leikvelli þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka og þá var hún komin með 50 stig. Hardy tók einnig 6 fráköst í leiknum, gaf 4 stoðsendingar og stal 8 boltum og fékk samtals 54 í framlagseinkunn fyrir vikið sem er sú hæsta í deildinni til þessa. Hardy hitti eins og áður greinir úr 11 af 16 þriggja stiga skotum sínum en auk þess setti hún niður 6 af 11 teigskotum og 5 af 6 vítum.

 

Landsliðsmiðherjinn Signý Hermannsdóttir lék sinn fyrsta mótsleik fyrir Val og gerði hún 14 stig í leiknum ásamt því að taka 14 fráköst. Þá varði Signý 6 skot og gaf 4 stoðsendingar og fékk samtals 30 í framlagseinkunn.

 

{mosimage}

(Unnur Tara)

 

Fyrir leiktíðina var Val spáð 3. sæti af okkur á Karfan.is og bendir allt til þess að liðið hafi verið stórlega ofmetið, og þó! Valsliðið hefur sýnt af sér afbragðsgóða kafla í sínum leikjum og ljóst að mikið býr í liðinu. Rob Hodgson þjálfari liðsins sagði í samtali við Karfan.is eftir leik að til stæði að fá bandarískan leikstjórnanda til liðs við félagið á næstu dögum eða vikum og það myndi styrkja liðið verulega. Þá bætti Rob því við að Signý hefði aðeins náð einni æfingu fyrir leik kvöldsins og að hún ætti eftir að koma sér betur inn í það skipulag sem liðið hefur verið að koma sér upp.

 

Haukakonur eru komnar á kunnuglegar slóðir, topp deildarinnar og sem ríkjandi Íslandsmeistarar munu þær vart gefa það sæti baráttulaust frá sér. Haukar mæta Keflavík í sannkölluðm stórleik næstkomandi sunnudag að Ásvöllum og hefst sá leikur kl. 19:15.

 

Valur leikur næst gegn Hamri fimmtudaginn 8. nóvember í Vodafonehöllinni og þá er aldrei að vita nema að erlendur leikmaður verði kominn í þeirra raðir.

 

Tölfræði leiksins

 

[email protected]   

{mosimage}

(Stella var stigahæst með 16 stig hjá Val í kvöld)

Fréttir
- Auglýsing -