spot_img
HomeFréttirAllt hreint mótið: Njarðvík og ÍR leika til úrslita

Allt hreint mótið: Njarðvík og ÍR leika til úrslita

{mosimage}

Annar keppnisdagur í Allt hreint mótinu hjá Njarðvíkingum fór fram í gær. Heimamenn höfðu sigur á KR 87-80 og ÍR burstaði Grindavík 108-77.

 

Jeb Ivey gerði 29 stig fyrir Njarðvík gegn KR en hjá vesturbæingum var Pálmi Sigurgeirsson stigahæstur með 18 stig.

 

Hreggviður Magnússon lætur enn að sér kveða hjá ÍR, hann gerði 28 stig í stórsigri ÍR á Grindavík í gær en Rodney Blackstock gerði 36 stig hjá ÍR. Hjá Grindvíkingum var Páll Kristinsson með 19 stig.

 

Lokaumferð mótsins fer fram í kvöld í Ljónagryfjunni í Njarðvík þegar Njarðvíkingar leika til úrslita gegn ÍR en KR og Grindavík spila um 3. sætið í mótinu.

 13:40:24

 

Fréttir
- Auglýsing -