Undirbúningur í Laugardalshöll fyrir leik Íslands og Búlgaríu á morgun er nú í fullum gangi og var Höllin klædd í landsliðsgallann í dag.
Það er ýmislegt sem þarf að huga að fyrir landsleiki sem þennan og voru starfsmenn KKÍ og sjálfboðliðar í óða önn að fela línur á gólfinu þegar karfan.is rak inn nefið. Samkvæmt því sem við komust næst er einsdæmi að starfsmenn og sjálfboðaliðar þurfi að standa í að fela línur og vonandi verður ráðið bót á því þegar nýtt gólf verður lagt á Höllina.
Mikil spenna ríkti í höfuðstöðvum KKÍ fyrir leiknum á morgun og vonuðust menn þar að sjá hið minnsta 1500 manns á leiknum enda Ísland í dauðafæri til að komast áfram í keppninni. Íslenska liðið þarf að vinna báða sína leiki með minnsta mun til að tryggja sér sigur í riðlinum.
Hannes S. Jónsson, formaður og Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdarstjóri að fela línur.
Tengdar fréttir:
Rúmenar galopnuðu riðilinn
Rúmenar galopnuðu riðilinn