spot_img
HomeFréttirAllt að fyllast í DHL-Höllinni - leiknum seinkar: Beint á KR TV

Allt að fyllast í DHL-Höllinni – leiknum seinkar: Beint á KR TV

 
Um 10 mínútna seinkun verður á viðureign KR og Snæfells í DHL-Höllinni sökum tæknilegra -örðugleika. Leikurinn átti að hefjast kl. 16:00 en áætlað er að hann hefjist kl. 16:10 þar sem viðgerð fer nú fram á tímatökubúnaði hússins. Um klukkustund fyrir leik voru áhorfendabekkirnir orðnir fullir en pláss má enn finna á bak við körfurnar.
Fólk er enn að streyma að og því ekki úr vegi að hafa snarar hendur fyrir þá sem ætla sér á leikinn og eru enn ekki komnir í hús. Staðan í einvíginu er jöfn 1-1 en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst áfram í úrslitaseríuna.

Þeir sem ekki eiga kost á því að sjá leikinn í dag með því að mæta í DHL-Höllina geta fylgst með gangi mála hjá KR TV á heimasíðu KR, www.kr.is/karfa

 
Ljósmynd/ Frá annarri viðureign liðanna í Hólminum

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -