Charles Barkley er að öllu jöfnu þekktur fyrir að láta gamminn geisa og lítið fyrir það að tala undir rós. Aðspurður um jólatímann og hvernig hann eyðir honum var Barkley afdráttarlaus í svörum líkt og venjulega. "Jólin eru ekki svo skemmtilegur tími fyrir mig. Þetta er ekkert nema peningasóun hjá mér. Þegar þú ert svartur og ríkur þá virðast allir vera hluti af fjölskyldunni þinni. Allir eru skildir þér. Allir vilja líka fá mjög svo fallega gjöf. Eitt árið kaupiru fyrir þau hús, næsta ár kaupiru bíl og svo fer maður niður í að gefa peysu og þá fær maður bara hornauga. Þau vilja að gjafirnar stækki með árunum en ekki minnki. Ég er staðfastur á því að jólasveinninn eigi að gefa gjafirnar og aðeins að gefa börnunum. Börn eiga að fá gjafir þangað til að menntaskóla líkur og þá er það komið. Í það minnsta er þetta mín skoðun."
Þar hafiði það!