spot_img
HomeFréttirAllir Grindvíkingar á blað í öruggum sigri

Allir Grindvíkingar á blað í öruggum sigri

Garðbæingar byrjuðu vel og ætluðu sér ekkert að gefa úrvalsdeildarliði Grindavíkur eftir í þessum leik. Gulir gestirnir leiddu engu að síður 17-20 að loknum fyrsta leiklhuta.
 
 
Grindvíkingar tóku völdin í öðrum leikhluta og skot heimakvenna vildu ekki niður á löngum köflum enda gerði Stjarnan aðeins 7 stig í öðrum leikhluta. Grindvíkingar leituðu mikið inn í teiginn og gaf það vel og leiddu Grindvíkingar 24-40 í hálfleik.
 
Grindavík hélt sínu striki í upphafi síðari hálfleiks, dreifðu boltanum vel á milli leikmanna og fengu opin skot. Lauren Oosdyke gerði 24 stig fyrir Grindavík í leiknum og tók 15 fráköst en hún lék lausum hala í þriðja leikhluta og leiddu Grindvíkingar 41-71 að honum loknum og eftirleikurinn því auðveldur.
 
Lokatölur reyndust 60-83 fyrir Grindavík þar sem allir 12 leikmenn Grindvíkinga náðu að skora og Oosdyke fór þar fremst í flokki með 24 stig eins og áður segir. Bryndís Hanna Hreinsdóttir gerði 18 stig fyrir Stjörnuna og Eva María Emilsdóttir var með 16 stig og 9 fráköst.
 
 
Mynd/ Karl West
  
Fréttir
- Auglýsing -