Ísland mætir Rúmeníu í kvöld í loka leik liðsins í forkeppni um laust sæti á EM 2015. Sigur í kvöld tryggir liðinu öðru sæti í riðlinum og lyftir því upp um styrkleikaflokk sem gæti komið liðinu til góða þegar undankeppni EM 2015 hefst næsta sumar. Það er því ljóst að sigur skiptir liðið miklu máli og óskandi væri að sjá sama stuðning og var á leiknum gegn Búlgaríu á þriðjudaginn.
Leikurinn hefst kl. 19:15.