spot_img
HomeBikarkeppniAliyah hetja Fjölnis í Keflavík - Tryggði liðinu sigur með flautuþrist

Aliyah hetja Fjölnis í Keflavík – Tryggði liðinu sigur með flautuþrist

Fjölnir lagði Keflavík í kvöld í 16 liða úrslitum VÍS bikarkeppni kvenna, 71-74.

Fjölniskonur voru skrefinu á undan í fyrri hálfleiknum, þar sem þær leiddu með 7 stigum eftir fyrsta leikhluta, 14-21 og 5 stigum í hálfleik, 27-32. Í upphafi seinni hálfleiksins er leikurinn svo áfram nokkuð jafn, en staðan fyrir lokaleikhlutann var 45-51.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn nokkuð spennandi á lokamínútunum. Þegar 5 sekúndur voru eftir jafnaði Ólöf Rún Óladóttir leikinn í 71-71. Keyrði Aliyah Daija Mazyck þá upp völlinn fyrir Fjölni og náði að setja sigurþrist um leið og leiktíminn rann út.

Atkvæðamest fyrir Keflavík í leiknum var Daniela Morillo með tröllatvennu, 26 stig og 26 fráköst. Fyrir Fjölni var Iva Bosnjak atkvæðamest með 15 stig og 10 fráköst.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -