spot_img
HomeFréttirAlgjör einstefna hjá Snæfellsstúlkum (Umfjöllun)

Algjör einstefna hjá Snæfellsstúlkum (Umfjöllun)

23:30

{mosimage}

Stórglæsileg staða er uppi hjá kvennaliði Snæfells eftir sigur á KRb í síðasta leik 60-48 þar sem alveg ótrúlegur hlutur gerist að stúlkurnar eru látnar spila á þverann völlinn í minnkuðum sal í seinni hálfleik vegna einhverja snobbgutta sem áttu tíma í salnum. Ég spyr er þetta hægt?  En þær eru eftstar og ósigraðar í 1. deildinni og stefna á ljóshraða upp í úrvalsdeildina.

 

 

Þar var í  kvöld sem áttust við í Stykkishólmi kvennalið Snæfells og gestirnir Breiðablik frá Kópavogi. Ekki voru vandræði Snæfellinga mikil í kvöld og var staðan 19-4 eftir 1. leikhluta. 2. hluti vannst 25-9 og 3. hluti 27-4. Breiðabliksstelpur mættu 6 talsins og voru Snæfellsstelpur einnig færri en vant er vegna árshátíðar Fjölbrautarskóla Snæfellinga og fengu yngri stúlkur að spreyta sig og sanna sig fyrir komandi ár og lofuðu mjög góðu en þær spiluðu einnig án Gunnhildar Gunnarsdóttur sem hefur verið máttarstólpi liðsins ásamt Öldu Leif sem spilaði með í kvöld.

 

{mosimage}

 

Leikurinn var ekki tilþrifamikill og var algjör 58 stiga einstefna Snæfells í leiknum sem endaði 86-28 og Justin Shouse þjálfari ánægður með sitt lið.

Hjá Snæfell var Alda Leif með 22 stig, 5 fráköst , 9 stoð, 6 stolna.  Sara Sædal var að spila vel og var einnig með 21 stig, 11 fráköst. Björg var með 16 stig og 8 stolna og er þessi unga stúlka gríðarlegt efni í körfunni. 

{mosimage}

Hjá Breiðablik var Fríða Holmberg með 9 stig og Gunnhildur Theódórsdóttir með 7 stig. 

Tölfræði leiksins 

{mosimage}

 

{mosimage}

 

{mosimage}

 

{mosimage} 

Símon B. Hjaltalín. 

Fréttir
- Auglýsing -