Hér fyrir neðan má sjá spár formanna, þjálfara og fyrirliða liða og spá fjölmiðla fyrir fyrstu deild karla sem opiberuð var á árlegum kynningarfundi nú í hádeginu.
Þar er Álftanesi spáð efsta sætinu og beinni ferð upp í Subway deildina. Í úrslitakeppni deildarinnar er gert ráð fyrir að Fjölnir, Hamar, Selfoss og Sindri verði. Við botninn er svo spáð að ÍA falli niður í 2. deildina, en að Ármann og Hrunamenn verði ekki langt undan.