spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÁlftnesingar sterkari á lokasprettinum

Álftnesingar sterkari á lokasprettinum

Álftnesingar lögðu Þór í kvöld í 13. umferð Bónus deildar karla.

Bæði lið unnu fyrstu leiki ársins síðustu helgi, Þór hafði betur gegn ÍA og Álftanes lögðu Ármann.

Eftir leik kvöldsins er Álftanes í 6.-8. sæti deildarinnar með 12 stig líkt og KR og ÍR á meðan Þór er 4 stigum fyrir neðan, í 9.-10. sætinu með 8 stig líkt og Njarðvík.

Heimamenn í Álftanesi voru sterkari aðilinn á upphafsmínútum leiksins. Þórsarar þó ekki langt undan að fyrsta leikhluta loknum, munurinn aðeins fimm stig, 28-23. Undir lok fyrri hálfleiks komast gestirnir betur í takt við leikinn, vinna muninn niður og komast yfir. Leikar þó nokkuð jafnir fram að hálfleik, 43-45 fyrir Þór.

Þór er áfram hænuskrefi á undan í upphafi seinni hálfleiks, en undir lok þess þriðja snúa heimamenn taflinu sér í vil og er það Álftanes sem er sjö stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 67-60. Þórsarar halda þó áfram og eftir sterka 2-9 byrjun þeirra í þeim fjórða standa leikar jafnir 69-69 þegar um sex mínútur eru til leiksloka. Lengra komast gestirnir þó ekki og loka heimamenn leiknum á laglegu 28-6 áhlaupi til þess að vinna leikinn nokkuð örugglega, 97-75.

Stigahæstur heimamanna í leiknum var David Okeke með 27 stig og honum næstur var Ade Murkey með 24 stig.

Fyrir gestina úr Þorlákshöfn var stigahæstur Rafail Lanaras með 19 stig.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -