Hilmir Arnarson hefur samið um að leika með Álftanesi í Bónus deild karla næstu tvö tímabilin.
Hilmir er 20 ára gamall og að upplagi úr Fjölni, en hann kemur til Álftaness frá Haukum í Hafnarfirði. Á síðasta tímabili skilaði hann 8 stigum að meðaltali í leik með Haukum í Bónus deildinni og var að tímabili loknu valinn besti ungi leikmaður deildarinnar.
Þá hefur Hilmir leikið fyrir öll yngri landslið Íslands á síðustu árum.



