spot_img
HomeFréttirÁlftnesingar höfðu betur gegn grönnum sínum úr Hafnarfirði

Álftnesingar höfðu betur gegn grönnum sínum úr Hafnarfirði

Álftnesingar lögðu granna sína úr Haukum í Forsetahöllinni í kvöld í 10. umferð Subway deildar karla, 90-67.

Eftir leikinn er Álftanes með sjö sigra og þrjú töp á meðan að Haukar hafa unnið þrjá af tíu fyrstu leikjum tímabilsins.

Atkvæðamestir fyrir heimamenn í leiknum voru Douglas Wilson með 19 stig, 13 fráköst og Haukur Helgi Pálsson með 10 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar.

Fyrir gestina úr Hafnarfirði var það Damier Pitts sem dró vagninn með 21 stigi og 3 fráköstum. Honum næstur var Daniel Love með 16 stig, 5 fráköst og 4 stolna bolta.

Bæði lið eiga leik næst í deildinni komandi fimmtudag 14. desember, en þá mæta Haukar liði Grindavíkur í Smáranum og Álftnesingar heimsækja Hött á Egilsstaði.

Tölfræði leiks

Myndasafn (væntanlegt)

Fréttir
- Auglýsing -