spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÁlftnesingar fengu bikarinn afhendan við hátíðlega athöfn í Forsetahöllinni

Álftnesingar fengu bikarinn afhendan við hátíðlega athöfn í Forsetahöllinni

Tveir leikir fóru fram í fyrstu deild karla í kvöld.

Hamar lagði Ármann í Kennó og á Álftanesi bar ÍA sigurorð af heimamönnum.

Álftnesingar höfðu þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn með sigri gegn Skallagrími síðasta mánudag, en í kvöld fengu þeir afhendan fyrstu deildar bikarinn við hátíðlega athöfn. Liðið mun svo fara beint upp í Subway deildina á næsta tímabili, en liðin sem eru í 2.-5. sæti deildarinnar munu leika undanúrslita og svo úrslitaseríu um hitt lausa sætið í úrvalsdeildinni.

Staðan í deildinni

Úrslit kvöldsins

Fyrsta deild karla

Ármann 65 – 83 Hamar

Ármann: Kristófer Már Gíslason 17/5 fráköst, Illugi Steingrímsson 11, Hjörtur Kristjánsson 11, William Thompson 7/12 fráköst, Snjólfur Björnsson 7, Austin Magnus Bracey 4/5 fráköst, Guðjón Hlynur Sigurðarson 3, Egill Jón Agnarsson 2, Arnór Hermannsson 2/4 fráköst, Oddur Birnir Pétursson 1/5 fráköst, Gunnar Örn Ómarsson 0, Júlíus Þór Árnason 0.


Hamar: Ragnar Agust Nathanaelsson 22/13 fráköst, Alfonso Birgir Söruson Gomez 14, Mirza Sarajlija 12/6 fráköst/9 stoðsendingar, Elías Bjarki Pálsson 12, Daði Berg Grétarsson 7/8 fráköst/7 stoðsendingar, Haukur Davíðsson 6/8 fráköst, Halldór Benjamín Halldórsson 5, Baldur Freyr Valgeirsson 2, Daníel Sigmar Kristjánsson 2, Egill Þór Friðriksson 1.

Álftanes 91 – 107 ÍA

Álftanes: Ragnar Jósef Ragnarsson 21, Dino Stipcic 20/5 stolnir, Srdan Stojanovic 13, Cedrick Taylor Bowen 13/5 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 8, Pálmi Geir Jónsson 5, Steinar Snær Guðmundsson 4, Snjólfur Marel Stefánsson 4, Ásmundur Hrafn Magnússon 3, Unnsteinn Rúnar Kárason 0, Arnar Geir Líndal 0.


ÍA: Jalen David Dupree 23/15 fráköst, Þórður Freyr Jónsson 21/4 fráköst/7 stoðsendingar, Anders Gabriel P. Adersteg 21/8 fráköst/8 stoðsendingar, Lucien Thomas Christofis 18, Frank Gerritsen 10, Júlíus Duranona 6/4 fráköst, Jónas Steinarsson 5, Felix Heiðar Magnason 2, Ellert Þór Hermundarson 1/4 fráköst, Jóel Duranona 0, Daði Már Alfreðsson 0, Hjörtur Hrafnsson 0.

Fréttir
- Auglýsing -