spot_img
HomeFréttirÁlftanes sigraði Leikni í 2. deildinni

Álftanes sigraði Leikni í 2. deildinni

7:42

{mosimage}

Gísli Sigurðsson leikmaður Álftaness 

Álfanes vann Leikni, 103-93, í fyrsta leik liðanna í A riðli 2. deildar karla á Álftanesi í gær. Heimamenn náðu strax yfirhöndinni, leiddu 29-24 eftir fyrsta leikhluta en juku muninn í 58-43. Þar skipti miklu hittni þeirra úr þriggja stiga skotum, skoruðu úr sex tilraunum af tólf meðan gestirnir hittu úr einu af tíu.

Álftnesingar gerðu sig líklegan til að ganga frá gestunum en svo varð ekki. Leiknismenn tóku að minnka muninn og minnkuðu muninn í þrjú stig áður en heimamenn rönkuðu við sér og náðu níu stiga forskoti á ný, 75-66. Þeir voru ákafir upp við körfuna og hirtu fráköst báðum megin, auk þess sem þeir náðu að halda framherjanum Daða Janussyni í skefjum þegar á leið. En það virtist fara í skapið á þeim hve illa  gekk að elta Álftnesinga og tvær tæknivillur, fyrir kjaft og brot, í fjórða leikhluta reyndust dýrkeyptar.

Daði Janusson fór fyrir Álftanesliðinu í fyrri hálfleik og skoraði alls 31 stig í leiknum og tók ellefu fráköst. Davíð Freyr Jónsson skoraði tuttugu stig og Valur Valsson fimmtán. Einar Árnason var stigahæstur Leiknismanna með 23 stig.

Gunnar Gunnarsson

Fréttir
- Auglýsing -