spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÁlftanes semur við fyrrum stigakóng 1. deildarinnar

Álftanes semur við fyrrum stigakóng 1. deildarinnar

Nýliðar Álftaness hafa samið við Samuel Prescott Jr. um að leika með liðinu í 1. deildinni á komandi tímabili. Samuel þekk­ir vel til körfu­bolt­ans á Íslandi en hann lék áður með Fjölni og Ham­ar með góðum ár­angri.

Samuel lék háskólabolta með Marist og seinna meir Mount St. Mary á árunum 2009 til 2014. Hann lék tímabilið 2015-2016 með Hamri í 1. deildinni þar sem hann leiddi deildina í skorun með 29,6 stigum ásamt því að taka 9.8 fráköst að meðaltali í leik.

Eftir að hafa spilað á Spáni og í Ekvador, þá samdi Samuel við Fjölni fyrir 2017-2018 tímabilið þar sem hann skoraði 28,8 stig og tók 7,3 fráköst að meðaltali í leik.

Hrafn Kristjáns­son, þjálf­ari Álfta­ness, var ánægður með nýja manninn.
„Við erum ungt fé­lag sem er að leika í fyrsta skipti í 1. deild. Í ljósi þess fannst okk­ur mik­il­vægt að ráða til okk­ar leik­mann sem væri nokkuð ör­uggt að myndi skila okk­ur góðu fram­lagi. Sam er þekkt stærð í þess­ari deild og mjög fjöl­hæf­ur leikmaður sem get­ur hjálpað okk­ur á marg­an hátt á báðum end­um vall­ar­ins í bar­átt­unni sem bíður okk­ar.“

Samuel er ekki eina viðbótin sem nýliðarnir hafa fengið því Justin Shouse hefur tekið fram skóna og mun leika með liðinu í vetur. Liðið hefur einnig á að skipa fjölmiðlamanninum og stórskyttunni Kjartani Atla Kjartanssyni og verður því ekki árennilegt í frumraun sinni í 1. deildinni.

https://www.facebook.com/alftaneskarfa/photos/a.640508766280233/958078104523296/

Fréttir
- Auglýsing -