spot_img
HomeFréttirÁlftanes hafði betur í uppgjöri nýliða Subway deildarinnar

Álftanes hafði betur í uppgjöri nýliða Subway deildarinnar

Álftnesingar lögðu Hamar í Hveragerði í kvöld í Subway deild karla, 67-104.

Eftir leikinn er Álftanes í 6. sæti deildarinnar með 20 stig á meðan að Hamar er í 12. sætinu enn án stiga eftir fyrstu 17 umferðirnar.

Atkvæðamestir heimamanna í leiknum voru Franck Kamgain með 26 stig, 7 fráköst 4 stoðsendingar og Aurimas Urbonas með 11 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar.

Fyrir Álftanes var það Douglas Wilson sem dró vagninn með 24 stigum, 9 fráköstum og 4 stoðsendingum. Honum næstur var Norbertas Giga með 15 stig, 8 fráköst, 3 stoðsendingar og 3 stolna bolta.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -