spot_img
HomeFréttirAlexander Óðinn tryggði KR íslandsmeistaratitil á vítalínunni

Alexander Óðinn tryggði KR íslandsmeistaratitil á vítalínunni

KR varð íslandsmeistari í 9. flokki karla í morgun eftir ævintýralegan sigur á Fjölni í úrslitaleik Íslandsmótsins. Fjölnir var sterkari aðilinn nánast allan leikinn og náði mest 10 stiga forystu í fyrri hálfleik. 

 

Frábær endurkoma KR í seinni hálfleik gerði það svo að verkum liðinu tókst að jafna leikinn í fjórða leikhluta í fyrsta skiptið í leiknum. Við tóku svo magnaðar lokamínútur þar sem sigurinn hefði getað dottið báðu megin. 

 

Fjölnir átti boltann þegar 14 sekúndur voru eftir og voru stigi yfir. Innkast liðsins endaði hinsvegar í höndum KR-inga sem fóru í hraða sókn. KR keyrði að körfunni og fékk brotið. Á línuna fór Alexander Óðinn Knudsen þegar fjórar sekúndur voru eftir. Hann var ískaldur og setti bæði vítin niður og kom KR yfir 59-58 í fyrsta skipti í leiknum. Fjölnir rauk upp völlinn en erfitt skot þeirra féll ekki ofaní. KR vann þar með leikinn og er Íslandsmeistari í 9. flokk drengja árið 2017.

 

Hjá KR var umræddur Alexander Óðinn stigahæstur með 12 stig og bætti við það 6 fráköstum og 3 stoðsendingum. Þorvaldur Orri Árnason var einnig sterkur með 12 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar. Hjá Fjölni var Viktor Máni Steffensen lang stigahæstur með 27 stig. Fannar Eli Hafþórsson átti líka góðan leik með 16 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar. 

 

Tölfræði leiksins

 

Lokasékúndurnar má finna eftir 2:17.00 í myndbandi frá Fjölni TV. 

Fréttir
- Auglýsing -