spot_img
HomeFréttirAlexander Dungal tók stigin tvö fyrir Valsmenn á vítalínunni(Umfjöllun)

Alexander Dungal tók stigin tvö fyrir Valsmenn á vítalínunni(Umfjöllun)

22:48
{mosimage}

(Rob Hodgson og félagar í Val mörðu sigur í kvöld) 

Valsmenn tóku á móti Ármann/Þrótti í 1. deild karla í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn höfðu frumkvæðið framan af leik og leiddu mestan hlutan af leiknum en Ármann/Þróttur kom til baka í lok þriðja og leiddu framan af fjórða leikhluta en lokasekúndurnar voru æsispennandi og höfðu Valsmenn eins stigs sigur þar sem Alexander Dungal sýndi stáltaugar og skoraði af vítalínunni til að tryggja heimamönnum sigur, 73-72. Stigahæstir hjá heimamönnum voru Craig Walls með 16 stig og 12 fráköst, Alexander Dungal setti 14 stig og Steingrímur Ingólfsson með 12 stig og 7 stoðsendingar en Craig var líka með 5 varin skot. Stigaskorið dreifðist mjög vel hjá Valsmönnum sem spiluðu á stórum hóp að vanda. Hjá gestunum voru það Ásgeir Örn Hlöðversson með 18 stig, Maurice Ingram15 stig og 13 fráköst og Steinar Kaldal með 12 stig. 

 

Ármann byrjaði leikinn í svæðisvörn sem skilaði sínu því Valsmenn höfðu aðeins skorað 2 stig eftir 3 mínútur og misnotað mörg opin skot, en staðan var þá 8-2. Valsmenn komu þó til baka og jöfnuðu í stöðunni 9-9 þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum. Craig Walls var virkilega sterkur í vörn Valsmanna en hann varði 3 skot í fyrsta leikhluta sem kveikti verulega í vörn Valsmanna sem hreinlega stungu af og Ármann skoraði ekki í 3 og hálfa mínútu. Þeir náðu því 13 stiga forskoti í lok leikhlutans, 25-12. 

 

Ármenningar komu til baka aftur í byrjun annars leikhluta og minnkuðu muninn niður í 7 stig í stöðunni 22-29 eftir þrjár mínútur en Valsvörnin var ekki sú sama og í lok fyrsta leikhluta. Ármann náði að minnka munin smám saman og tóku leikhlé í stöðunni 36-27 þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum. Ármann leyfði heimamönnum þó aldrei að stinga af og var munurinn því í kringum 7-9 stig það sem eftir lifði hálfleiks. Ásgeir Hlöðversson setti svo niður flautukörfu á lokasekúndunni og minnkaði muninn niður í 7 stig, 45-38.

 

Stigakorið dreifðist vel hjá heimamönnum en Steingrímur Ingólfsson og Hörður Hreiðarson voru með 8 stig hvor og  Alexander Dungal með 7 stig. Hjá Ármann/Þrótt var Ásgeir Örn Hlöðversson með 15 stig og Friðrik Hreinsson með 8 stig og Gunnlaugur Elsuson með 7 stig. 

 

Ármann þróttur hélt uppteknum hætti og byrjaði þriðja leikhluta sterkari en Valur og minnkaði muninn niður í 4 stig eftir 2 mínútur, 45-41. Valsmenn hleyptu gestunum aldrei nær sér en 4 stig og munurinn var það ennþá þegar leikhluinn var hálfnaður, 51-47. Gestirnir náðu þó að minnka muninn smám saman þegar leið á leikhlutan og þegar 38 sekúndur voru eftir af leikhlutanum áttu Valsmenn boltanum en Rob Hodgson klikkaði og Ármann/Þrótti tókst á einhvern ótrúlegan hátt að skora 4 stig á seinustu 5 sekúndunum en Maurice Ingram tippaði skoti Steinars Kaldal ofaní og Steinar stal svo boltanum strax af Valsmönnum og skoraði seinustu stig leikhlutans þegar leikklukkan gall, 58-61.

 

Valsmenn voru enn og aftur í vandræðum  í byrjun leikhlutans og þjálfari Valsara tók á það ráð að taka leikhlé strax eftir tvær mínútur en þá voru gestirnir komnir með 6 stiga forskot, 60-66.  Það var hins vegar ekki mikið skorað eftir þetta leikhlé og Valsmenn komust yfir í stöðunni 68-67 þar sem Steingrímur Ingólfs fór á kostum og stal boltanum trekk í trekk. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum var Ármann/Þróttur með 2 stiga forskot, 68-70 en leikurinn hnífjafn og mátti ekki mikið fara úrskeiðis til að leikurinn væri tapaður. Þegar 9 sekundur voru eftir af leiknum var brotið á Gunnari Stefánssyni  hjá Ármann/Þrótt og hann setti 2 víti af 3 ofaní og jafnaði þar með leikinn í 72-72.  Valsmenn tóku leikhlé og það var brotið á Alexander Dungal sem var þar með sendur á línuna, nýtti annað vítið og  lokatilraun Ármanns/Þrótt geigaði svo eins stigs sigur Valsmanna var staðreynd, 73-72. 

 

Texti: Gísli Ólafsson

Mynd: Úr safni

Fréttir
- Auglýsing -