Haukar hafa ráðið til sín erlendan leikmann til að taka með þeim slaginn í Domino‘s deildinni í vetur. Alex Francis heitir kappinn og kemur frá Bryant University. Bryant University er í Northeast riðlinum í NCAA en þar má finna skólana LIU frá Brooklyn sem og St. Francis en þar koma þeir Martin Hermannsson, Elvar Ragnarsson og Gunnar Ólafsson til með að spila í vetur.
Francis er 198 cm á hæð og 93 kg og spilar stöðu framherja. Hann skilaði 18,6 stigum, 8.2 fráköstum og tæpu einu blokki að meðaltali í leik fyrir Bryant á síðustu leiktíð og verður góð búbót í lið Hauka.