spot_img
HomeFréttirAleks Simeonov til Vals

Aleks Simeonov til Vals

Búlgarinn Aleks Simeonov hefur samið við Dominos deildar lið Vals um að leika með liðinu á komandi tímabili. Simeonov er 25 ára gamall, 200cm framherji sem síðast lék með Levski Lukoil í Búlgaríu. Í 23 leikjum á síðasta tímabili skoraði hann 9 stig, tók 4 fráköst og gaf 2 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Þá lék hann einnig 12 leiki í Balkan deildinni, þar sem hann skilaði 10 stigum, 5 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik. Frammistaða sem skilaði honum í þriðja úrvalslið deildarinnar. Þá hefur leikmaðurinn einnig verið hluti af búlgarska landsliðinu síðustu ár.

Leikbrot:

Fréttir
- Auglýsing -