Alda Leif Jónsdóttir var eins og gefur að skilja í sjöunda himni eftir að hafa tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með Snæfellskonum. Alda varð síðast Íslandsmeistari árið 2000 og viðurkenndi að 14 ár milli Íslandsmeistaratitla væri jú nokkuð langur tími. „Ég ætla bara að sjá hvernig sumarið fer með mig,“ svaraði Alda þegar við spurðum hana hvað hún ætti mörg tímabil eftir í sér en þessi reynslubolti er búinn að vera lengi í boltanum.



