spot_img
HomeFréttirÁlag á undirskriftarpennanum hjá ÍR

Álag á undirskriftarpennanum hjá ÍR

ÍR mun tefla fram meistaraflokki kvenna í 1. deild á næsta ári eftir nokkra ára fjarveru. Félagið sem hefur leikið í efstu deild karla í fjölmörg ár hefur nú loksins ákveðið að senda meistaraflokk til keppni. Liðið hefur 11. sinnum orðið Íslandsmeistari í efstu deild kvenna og því sögufrægt félag. 

 

Ólafur Jónas Sigurðsson mun þjálfa liðið í vetur en hann lék í langan tíma með meistaraflokki ÍR og þekkir því vel til. Hann mun taka þátt í að byggja liðið upp og stýra því í 1. deild kvenna. 

 

Penninn var heldur betur á lofti í ÍR heimilinu í gær þegar ÍR samdi við hvorki meira né minna en átján leikmenn um að æfa og leika með félaginu á næsta tímabili. Tólf leikmenn skrifuðu undir formlega í gær, fimm voru ekki á staðnum en hafa ákveðið að leika með félaginu auk þess sem þrír ungir leikmenn verða á venslasamning hjá ÍR frá Breiðablik. 

 

Flestir leikmennirnir koma frá Stjörnunni og Breiðablik en þær Hanna Þráinsdóttir og Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir koma frá Skallagrím þar sem þær voru með liðinu í Dominos deild kvenna á síðasta tímabili. Hlín Sveinsdóttir og Elín Kara Karlsdóttir hafa reynslu úr efstu deild með Breiðablik fyrir nokkrum árum auk þess sem Jóhanna Herdís Sævarsdóttir lék nokkuð stórt hlutverk hjá Hamri fyrir tveimur árum í Dominos deildinni.

 

Aldurbilið er breitt í hópnum en tveir leikmenn liðsins eru að taka skónna aftur af hillunni og munu spila aftur fyrir lið ÍR sem hefur þó ekki sent lið til keppni í Meistaraflokki kvenna síðan 2006. Bryndís Gunnlaugsdóttir ætlar að leika með liðinu í vetur en hún hefur verið í kringum lið Stjörnunnar síðustu ár. Bryndís lék með liðinu á árunum 2001-2004 og þar af tímabilið 2003-2004 er liðið lék síðast í efstu deild kvenna.

 

Sigríður Antonsdóttir leik einnig með ÍR/Breiðablik árið 2002 í 1.deild og síðast tímabili 2005-2006 er liðið dróg sig úr keppni í 1. deild eftir hálft tímabil. Það er í síðasta skipti sem ÍR stillti upp meistaraflokki í kvennaflokki. Nú 11 árum seinna ætlar Sigríður að taka slaginn með ÍR aftur þar sem frá var horfið. 

 

ÍR verður í samstarfi við Breiðablik í vetur en nú þegar hafa þrír leikmenn samið um að leika með liðinu á svokölluðum venslasamning. Þær Kristín Rós, Arndís Þóra og Eyrún Ósk munu leika með ÍR í 1.deildinni en þær léku einmitt  með Breiðablik í sömu deild fyrir ári síðan er liðið tryggði sér upp í Dominos deildina. 

 

Leikmennirnir sem skrifuðu undir hjá ÍR eru eftirfarandi: 

Hanna Þráinsdóttir frá Skallagrím
Bryndís Gunnlaugsdóttir frá Stjörnunni
Halla María Ástvaldsdóttir frá Fjölni
Guðrún Sif Unnarsdóttir frá Stjörnunni
Snædís Birna Árnadóttir frá Breiðablik
Rannveig Bára Bjarnadóttir frá Breiðablik
Alexia Luneau frá Stjörnunni
Hanna María Ástvaldsdóttir frá Fjölni

Sigríður Antonsdóttir frá Stjörnunni

Hlín Sveinsdóttir frá Breiðablik 
Elín Kara Karlsdóttir frá Breiðablik
Jóhanna Herdís Sævarsdóttir frá Breiðablik
Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir frá Skallagrím
Kolbrún Grétarsdóttir 

 

Á venslasamning:
Kristín Rós Sigurðardóttir frá Breiðablik
Arndís Þóra Þórisdóttir frá Breiðablik
Eyrún Ósk Alfreðsdóttir frá Breiðablik

 

Myndasafn frá undirskriftunum má finna hér að neðan.

 

 

Mynd/ Ólafur Þór Jónsson

 

Efri röð:Ólafur Jónas Sigurðsson þjálfari, Halla María Ástvaldsdóttir, Hanna María Ástvaldsdóttir, Hanna Þráinsdóttir, Snædís Birna Árnadóttir, Bryndís Gunnlaugsdóttir, Sigríður Antonsdóttir og Guðrún Sif Unnarsdóttir. 

Neðri röð: Alexia Luneau, Kristín Rós Sigurðardóttir, Arndís Þóra Þórisdóttir, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir og Rannveig Bára Bjarnadóttir

Fréttir
- Auglýsing -