spot_img
HomeFréttirAkvile Baronenaite til Hauka

Akvile Baronenaite til Hauka

Íslandsmeistarar Hauka eru á fullu að safna liði fyrir komandi átök í Dominos deild kvenna. Liðið kemur ansi breytt til baka úr sumarfríi en liðið hefur nú samið við Bosman leikmann fyrir tímabilið.

Haukar hafa samið við Akvile Baronenaite um að spila með liðinu í Domino’s deild kvenna í vetur. Akvile er 182 cm. Lithái og er fædd 1993. Hún hefur lengst af spilað með Hoptrans Sirenos í heimalandinu og spilað með U-16, U-18 og U-20 ára landsliðum Litháen.

Miklar breytingar hafa orðið á liði Hauka í sumar. Helst er að nefna að Helena Sverrisdóttir hefur samið við lið í Ungverjalandi en auk hennar hafa Dýrfinna Arnardóttir, Ragnheiður Björk Einarsdóttir og Þórdís Jóna Kristjánsdóttir yfirgefið liðið. Liðið hefur þó samið við Bríeti Lilju, Evu Margréti og Lele Hardy um að leika með liðinu.

Fréttir
- Auglýsing -