12:32
{mosimage}
Halldór Gunnar Jónsson sem gerði garðinn frægan með Breiðablik, Þór Þ., Selfossi og Fjölni fyrir nokkrum árum en lagði svo skóna á hilluna til að sinna rallýakstri hefur dregið fram skóna að nýju. Halldór sem nú er búsettur á Akranesi hefur hafið að æfa með Akurnesingum og mun leika með liðinu í 2. deildinni, hans fyrsti leikur verður á morgun gegn HK.
Halldór hefur leikið 53 leiki í 1. deild og skorað í þeim 14,6 stig að meðaltali en mest skoraði hann 35 stig fyrir Selfoss gegn Skallagrími.
ÍA er á toppi A riðils 2. deildar og með komu Halldórs er ljóst að liðið á góða möguleika á að vinna sér 1. deildar sæti að ári.



