spot_img
HomeFréttirÁhugaverður ástarþríhyrningur úrslita NBA deildarinnar

Áhugaverður ástarþríhyrningur úrslita NBA deildarinnar

Aðfaranótt komandi fimmtudags kl. 01:00 munu Los Angeles Lakers og Miami Heat eigast við í fyrsta leik úrslita NBA deildarinnar. Lakers eftir að hafa lagt Denver Nuggets á dögunum í úrslitum Vesturstrandar og Heat lið Boston Celtics í austrinu.

1985 Showtime lið Lakers undir stjórn Riley vann titilinn

Úrslitin eru fyrir margt merkileg. Meðal annars þá staðreynd að framkvæmdaarstjóri Heat, Pat Riley, mun vera á sínum sjöunda áratug í úrslitum deildarinnar. Á áttunda áratug tuttugustu aldarinnar fór hann þangað sem leikmaður Lakers, á þeim níunda sem þjálfari þeirra, þeim tíunda sem þjálfari New York Knicks og Lakers, á fyrsta áratug tuttugustu og fyrstu aldarinnar sem þjálfari og framkvæmdarstjóri Heat, öðrum og nú þriðja einnig sem framkvæmdarstjóri þeirra.

Riley í leik með Lakers

Þá eru þau einnig merkileg fyrir þær sakir að Los Angeles Lakers eru þar í skipti númer 32, en félagið hefur þá verið þátttakandi í um 45% allra lokaúrslita deildarinnar frá upphafi.

Enn frekar er þessi úrslitasería liðanna merkileg fyrir þann ástarþríhyrning sem bakvörður Heat, Tyler Herro og framherji Lakers, Kyle Kuzma hafa upp á að bjóða. Einkþjálfarinn, fyrirsætan og samfélagsmiðlstjarnan Katya Elise Henry og Kyle Kuzma fóru að stinga saman nefjum seint árið 2018, en höfðu svo sagt skilið hvort við annað seint sumarið 2019. Talið er að Henry hafi bæði notað samfélgsmiðla til þess að skjóta á Kuzma, sem og sagði hún það opinberlega að þau hafi slitið sambandinu vegna þess að hann hafi ekki ráðið við hana.

Kuzma og Henry meðan allt lék í lyndi

Síðan þá hefur Henry verið að rugla saman reitum með Herro og mun hún vera stödd með honum sem aðstandandi í Covid-19 lausri búbblu NBA deildarinnar í Orlando. Líkt og sjá mátti í Instagram sögu hennar var hún einkar ánægð eftir að Herro og félagar í Heat höfðu tryggt sig í úrslitin.

Herro og Henry

Áhugavert verður að sjá hvor leikmaðurinn á eftir að spila betur í þessu einvígi, en hingað til í úrslitkeppninni hefur Herro átt vinninginn, þar sem að Kuzma hefur oftar en ekki týnst algjörlega í skugga sterkari leikmanna Lakers.

Fréttir
- Auglýsing -