spot_img
HomeFréttirÁhorfendur fá að taka þátt í kjöri á besta leikmanni NBA-deildarinnar

Áhorfendur fá að taka þátt í kjöri á besta leikmanni NBA-deildarinnar

NBA-deildin hefur ákveðið að eitt þeirra 125 atkvæða sem fara í að velja besta leikmann tímabilsins(MVP) renni til áhorfenda en hægt verður að kjósa í gegnum nba.com frá og með gærdeginum þar til 15. apríl.
Árlega velja blaðamenn og sjónvarpsmenn sem fjalla um NBA þann leikmenn sem þeir telja að eigi skilið að vera valinn MVP en LeBron James er talinn líklegastur þessa stundina en hans lið er efst í NBA-deildinni ásamt því að allir tölfræðiþættir hins 25 ára gamla LeBron James eru afar glæsilegir.
 
Ekki eru allir sammála þessari ákvörðun og hafa meistararnir á NBA Íslandi lýst sinni skoðun og er hún afdráttarlaus eins og flest annað sem þeir hafa skoðun á.
 
MVP verður valinn að lokinni deildarkeppni NBA sem síðasti deilarleikurinn fer fram miðvikudaignn 14. apríl.
 
Mynd: Verður Kobe Bryant valinn leikmaður ársins?
 
Fréttir
- Auglýsing -