spot_img
HomeFréttirÁhorfendamet slegið í Lille

Áhorfendamet slegið í Lille

Nú rétt áðan var áhorfendamet slegið í leik Frakka og Tyrkja þegar 26.135 manns mættu til leiks í Pierre Mauroy Stadium í Lille. Sem fyrr segir unnu Frakkar leikinn nokkuð auðveldlega en aðeins um 2 klukkustundum áður hafði metið verið slegið þegar 21.302 mættu á leik Póllands og Spánverja.  Fyrir þessi tvö met var það úrslitaleikurinn árið 2005 milli Grikkja og Þjóðverja sem var mest sóttur eða 18.900 manns mættu í Belgrade Arena. 

Fréttir
- Auglýsing -