spot_img
HomeFréttirÁhorfandi sem hljóp að Ogwumike systrunum tæklaður af öryggisvörðum

Áhorfandi sem hljóp að Ogwumike systrunum tæklaður af öryggisvörðum

Eftir öruggan 92-69 sigur Los Angeles Sparks á Seattle Storm í 2. umferð úrslitakeppni WNBA í gær, voru systurnar Nneka og Chiney Ogwumike, sem spila fyrir Sparks, á vellinum að klára viðtöl þegar áhorfandi klæddur í Houston Rockets treyju hljóp að þeim með óþekktan hlut í hendinni. Hann var þó tæklaður af öryggisvörðum áður en hann komst að systrunum og leiddur á brott.

Sami áhorfandi hafði verið áminntur af öryggisgæslunni fyrr í leiknum fyrir að gera armbeygjur á hliðarlínunni.

Fréttir
- Auglýsing -