spot_img
HomeSubway deildinSubway deild karlaÁhlaup í þriðja skilaði Stjörnunni sigri karlamegin

Áhlaup í þriðja skilaði Stjörnunni sigri karlamegin

Í dag fóru fram tveir leikir í Ásgarði þar sem karla og kvennalið Hauka heimsóttu Stjörnuna í öðru tvíhöfðasetti dagsins. Seinni leikur dagsins var karlaleikurinn og voru það Stjörnumenn sem sluppu frá þrautseigum og kanalausum Haukamönnum með 10 stiga sigur.

Leikurinn byrjaði jafnt og Haukarnir voru hálfu skrefi á undan. Stjörnunni tókst að komast framúr en Osku Heinonen minnkaði muninn með svaka stepback tvisti. Leikhlutinn endaði 25-21 fyrir Stjörnunni.

Haukarnir komust yfir snemma í öðrum leikhluta en Stjarnan náði skömmu seinna forskotinu á ný. 52-43 í hálfleik og Sigvaldi Eggertsson með 18 stig. Þau urðu reyndar ekki fleiri þar sem Stjarnan lokaði algerlega á hann.

Kevin Kone byrjaði seinni hálfleik á 8 stigum í röð en Haukarnir héldu áfram að narta í forskotið. Stjarnan hélt sínu forskoti og voru 15 stigum yfir eftir leikhlutann.

Lokaleikhlutinn hélt mikið til sama sniði og var mjög jafn. Munurinn á milli liðanna hélt sig á 10-15 stiga bilinu og voru það Stjörnumenn sem unnu leikinn 89-79.

Leikmaður leiksins

Kevin Kone átti bestu frammistöðu dagsins með 23 stig og 13 fráköst.

Fréttir
- Auglýsing -