Áherslur dómaranefndar KKÍ eru nú komnar á netið en nálgast má þær hér. Annað árið í röð kemur þar fram að taka skuli hart á „floppi.“ Það kennir ýmissa grasa í áherslunum þetta árið.
Aðstoðarþjálfara liða er óheimilt að ávarpa dómara, hvernig tekið verður á því þegar svo ber undir fylgir ekki með í áherslum dómaranefndar. Eins kemur þar fram að dómurum verði heimilt að skipta út starfsfólki á ritaraborðum leikja ef svo beri undir.
Flopp var áberandi á síðasta tímabili og viðurlögin lítil sem engin fyrir þá iðju og verður forvitnlegt að sjá hvort átak verði gert í þessu máli sem er ekkert annað en lýti á íþróttinni.



