18:35
{mosimage}
(Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars)
Ágúst Sigðurður Björgvinsson mun stýra liði Hamars í sínum fyrsta leik með liðið síðan Pétur Ingvarsson sagði starfi sínu lausu. Hamar mætir Þór Akureyri fyrir Norðan annað kvöld og kvaðst Ágúst spenntur fyrir leiknum og sagði að það væri ávallt gaman að fara Norður.
Hver voru þín fyrstu viðbrögð þegar þér bauðst þjálfarastaðan hjá Hamri?
Ég var fyrst og fremst virkilega hissa. Pétur Ingvarsson hefur verið hjá Hamri í 10 ár og unnið frábært starf og náð ótrúlegum árangri oft og tíðum á þessum árum.
Var ekki erfitt að skilja við KR sem er m.a. á leið í Evrópukeppni?
Evrópukeppnin hjá KR spilaði mjög stóran þátt í þeirri ákvörðun að ég skyldi fara til félagsins í sumar. Maður hefur verið að bíða eftir Evrópukeppninni síðan í júlí svo það var mjög erfitt að missa síðan af henni. Ég hef tekið þátt í Evrópukeppni síðastliðin tvö tímabil og það er skrýtið að taka ekki þátt núna. Annars hef ég fulla trú á því að ég fái annað gott tækifæri til að fara aftur í Evrópukeppni síðar.
Hamar er í 10. sæti deildarinnar, hvað vantar upp á svo liðið komist ofar í töfluna?
Það vantar klárlega fleiri sigra!
Ég hef fulla trú á þessum hóp við eigum að geta náð hæra en 10. sætið það er klárt mál.
Af hverju ákvaðst þú að taka starfið að þér og munt þú flytja í Hveragerði eða keyra á milli?
Ég tel þetta vera virkilega gott tækifæri fyrir mig og góða áskorun. Ég mun ekki flytja, maður verður bara að dusta rykið af gönguskíðunum : )
Hvernig leggst fyrsti leikurinn þinn með Hamar í þig? Útileikur gegn Þór!
Þórsleikurinn leggst bara vel í mig. Alltaf gaman að fara Norður til Akureyrar. Ég kíkti Norður fyrir tæpum tveimur vikum og sá leik Þórs og KR. Þórsarar eru með skemmtilegt og gott lið.