spot_img
HomeFréttirÁgúst verður ekki áfram í Hveragerði

Ágúst verður ekki áfram í Hveragerði

7:00

{mosimage}

Ágúst Björgvinsson sem stýrði liði Hamars til sigurs í 1. deild karla í vetur mun ekki þjálfa liðið á næsta tímabili. Þetta staðfesti Lárus Ingi Friðfinnsson formaður körfuknattleiksdeildar Hamars við karfan.is. Hann sagði jafnframt að nú færi leit í gang að nýjum manni í brúnna í Hveragerði en liðið leikur í Iceland Express deildinni næsta vetur eftir 1 ár í 1. deild.

Ágúst tók við liði Hamars snemma á tímabilinu 2007-08 þegar Pétur Ingvarsson sagði upp störfum. Liðið féll úr Iceland Express deildinni það ár en vann sig svo beint upp aftur.

Hvað Ágúst tekur sér fyrir hendur nú er ekki vitað en Gróa á Leiti sem er jafnan öflug á vorin hefur tengt Ágúst við nokkur félög og spurning hvað verður.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -