spot_img
HomeFréttirÁgúst: Þarf að mæta góðum liðum

Ágúst: Þarf að mæta góðum liðum

16:44

{mosimage}
(Ágúst að stjórna liði Hamars í 32-liða úrslitunum)

Einn af stórleikjum 16-liða úrslita Lýsingarbikarsins er án efa viðureign Hamars og ÍR en þessi lið mættust í bikarúrslitunum í fyrra. Þá voru það bræðurnir Jón Arnar og Pétur Ingvarssynir sem stjórnuðu liðunum en Pétur er horfin á braut frá Hamar og Ágúst S. Björgvinsson er tekið við liðinu. Ágúst sagði við Karfan.is að það skipti hann ekki öllu máli hvaða andstæðing hann hefði fengið.

,,Þetta verkefni leggst velí mig og þegar maður fer í svona stóran drátt er það eina sem maður óskar sér er að fá heimaleik og við fengum hann. Þannig að nú er bara að nýta tækifærið,” sagði Ágúst en það var ekkert lið sem hann vildi ekki mæta í 16-liða úrlslitunum. ,,Ef maður ætlar að fara alla leið þarf að fara í gegnum góð lið.”

ÍR og Hamar hafa ekki mæst á tímabilinu en þessi lið eiga að spila í Iceland Express-deildinni milli jól og nýárs. Aðspurður um hvort Ágúst hefði viljað mæta ÍR fyrst í deild eða bikar sagði hann að það skipti ekki máli.

Mynd: [email protected]

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -