spot_img
HomeFréttirÁgúst ráðinn þjálfari Vals: Samið við fjóra leikmenn

Ágúst ráðinn þjálfari Vals: Samið við fjóra leikmenn

 
Körfuknattleiksdeild Vals hefur samið við Ágúst Björgvinsson um hann taki við þjálfun karlaliði félagsins. Jafnframt var samið við 4 leikmenn til næstu tveggja ára. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá körfuknattleiksdeild Vals.
Fréttatilkynning frá KKD Vals:
 
Ágúst Björgvinsson mun þjálfa bæði meistara flokka karla og kvenna. Ágúst þjálfaði mfl. karla hjá Val í hálft tímabil 2002-2003 þegar hann tók við liðinu á miðju tímabili. Ágúst hefur áður þjálfað tvo meistaraflokka í efstudeild fyrst hjá Haukum 2006 þar sem hann var þjálfari kvenna liðs félagsins og tók við karla liðinu á miðju tímabili. Síðustu tvö tímabil þjálfaði Ágúst bæði meistaraflokks lið Hamar sem léku bæði í Iceland Express deildinni.
 
Elvar Steinn Traustarson, Snorri Þorvaldsson, og Ragnar Gylfason hafa skrifað undir samning við Val um að spila með félaginu næstu tvö árin. Einnig ákvað Alexander Dungal 25 ára framherji að framlengja samnig sinn við félagið til næstu tveggja ára.
 
Elvar Stein kemur frá Haukum og er 24 ára framherji, Snorri Þorvaldsson er 22 ára bakvörður sem spilaði í Iceland Express deildinni með Hamri í fyrra. Ragnar Gylfason er 26 ára bakvörður. Ragnar er að koma heim úr námi frá Danmörku en áður en hann fór út lék hann með Val.
Fréttir
- Auglýsing -