Keflvíkingar voru rétt í þessu að ganga frá samkomulagi við Ágúst Orrason sem lék með Njarðvík á síðustu leiktíð, en þetta kom fram á Facebook síðu félagsins.
Ágúst lék 32 leiki fyrir Njarðvík í vetur og spilaði um 19 mínútur í leik. Ágúst skoraði 6 stig og tók 2,2 fráköst í leik. Skaut vel fyrir utan þriggja stiga línuna eða 1,2 körfur í leik með 30,8% nýtingu.
Keflvíkingar hafa ekki setið auðum höndum nú á vormánuðum því þeir gengu nýverið eftir samningi við Magnús Gunnarsson og framlengdu við Val Orra Valsson.



