spot_img
HomeFréttirÁgúst: Komin tími til að Valur eignist aftur gott lið í úrvalsdeild

Ágúst: Komin tími til að Valur eignist aftur gott lið í úrvalsdeild

 

Undanúrslit úrslitakeppni 1. deildar karla hefjast í kvöld með tveimur leikjum þar sem að Fjölnir tekur á móti Hamri og Valur á móti Breiðablik. Mikil eftirvænting fyrir leikinn, en það lið sem að sigrar úrslitakeppnina mun svo fá að fylgja Hetti (sem sigraði 1. deildina) upp í Dominos deildina komandi tímabil. Við heyrðum aðeins í þjálfara Vals, Ágústi Björgvinssyni og spurðum hann út í komandi átök.

 

Valur verið á ákveðnu flugi bæði í deild og bikar nú eftir áramót en varðandi úrslitakeppnina hafði Ágúst það að segja að "Úrslitakeppnin er auðvitað nýtt mót og leikir í deildarkeppni telja lítið þegar í hana er komið. En það ætti auðvitað að gefa okkur sjálfstraust og trú að við höfum sýnt það fyrir okkur og öðrum að við getum spilað góðan körfubolta."

 

Nú mæta þeir Breiðablik í þessum undanúrslitum, en það lið sem að er fyrst að vinna 3 leiki kemst svo áfram í úrslitaseríu gegn annaðhvort Fjölni eða Hamri. Varðandi Breiðablik sem mótherja sagði Ágúst þá gott lið, en að leikir þessara liða hafi verið bæði jafnir og skemmtilegir í vetur.

 

Valur ekki verið í deild þeirra bestu síðustu ár, en varðandi það hvort að Valur ætti heima í efstu deild hafði Ágúst þetta að segja. "Það er komin tími til að Valur eignist aftur gott lið í úrvalsdeild. Valur er eitt stærsta og sigursælasta íþróttafélag landsins í hjarta Reykjavíkur. Þar sem körfuboltinn hefur því miður ekki verið nægilega sterkur undanfarin ár. Fyrir körfuboltann í Reykjavík og landinu væri mjög sterkt að lið eins og Valur, sem er með gríðlega stórt hverfi og bakland myndi spila í Dominos deildinni."

 

Valur tekur á móti Breiðablik kl. 19:30 í Valsheimilinu í kvöld í fyrsta leik þessara undanúrslita.

 

Hérna er leikir undanúrslita 1. deildar karla

Fréttir
- Auglýsing -