spot_img
HomeFréttirÁgúst í viðræðum við erlent lið

Ágúst í viðræðum við erlent lið

11:43

{mosimage}

 

 

Ágúst Sigurður Björgvinsson, þjálfari margfaldra meistara Haukakvenna á í viðræðum þessa dagana við nokkur lið og þar á meðal eitt erlent. Ágúst hefur gefið það út að hann hafi áhuga á því að þjálfa á erlendum vettvangi en hann hefur áður verið á mála hjá litháenska liðinu L. Rytas en hann á einmitt í viðræðum við liðið.

 

Ágúst stefnir að því að halda viðræðum sínum áfram við Rytas þegar Norðurlandamóti unglingalandsliða lýkur í kringum 23. maí. Þá er vitað að Valsmenn hafa augastað á Ágústi og Hafnarfjarðarliðið vill af augljósum ástæðum halda honum áfram innan sinna raða.

 

Ágúst er vafalítið einn besti kvennaþjálfari landsins en þar sem Valsmenn tefla ekki fram kvennaliðið eru þeir væntanlega að biðja hann um að taka við karlaliðinu þar sem Eggert Maríuson er nú orðinn stjórnarmaður hjá ÍR og verður ekki með Val í 1. deildinni á næstu leiktíð.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -