spot_img
HomeFréttirÁgúst: Hvernig ná leikmenn árangri?

Ágúst: Hvernig ná leikmenn árangri?

 

Nýr þáttur af Podcasti Karfan.is er kominn í loftið. Þar er rætt við Ágúst Björgvinsson, þjálfara Vals, um þjálfun yfir sumarið, körfuboltabúðir og hvað skipti hann máli á æfingum.

 

Ágúst fer yfir þjálfaranámskeiðin hjá KKÍ ásamt menntun þjálfara á Íslandi og nefnir nokkra áhrifamestu kennara sína og bækur. Hann ræðir það sem honum finnst skipta máli fyrir árangur hjá liðum og leikmönnum, vinnusemi og mikilvægi þess að vera skipulagður hvort sem verið er að þjálfa eða að æfa.

 

Skot eru rædd í þaula; skotval, jafnvægi í skoti og þá kennd yngri leikmanna að æfa þriggja stiga skot áður en þeir geta tekið almennilegt stökkskot nálægt körfunni. Við skoðum uppáhalds drillur Ágústs og hverjar áherslur hans á æfingum séu.

 

Að lokum kveður hann með skilaboðum til ungra þjálfara og leikmanna nú þegar sumaræfingar eru byrjaðar og undirbúningur fyrir næsta tímabil er hafinn.
 

Umsjón: Helgi Hrafn Ólafsson

 

Podcast Karfan.is er einnig á iTunes

00:00:50 – Ágúst Björgvins kynntur og körfuboltabúðir hans (og annarra) ræddar
00:08:20 – Þjálfaranámskeið KKÍ og þjálfaramenntun á Íslandi (og víðar)
00:16:00 – Hvað er mikilvægt fyrir árangur liðs og er hægt að æfa það upp?
00:21:30 – Áhrifamestu þjálfarar, kennarar og bækur Gústa í körfubolta.
00:26:55 – Hver eru stærstu mistökin í þjálfun? Mestu tímaþjófarnir?
00:33:15 – Þjálfun skota: hvernig er best að bera sig að?
00:37:20 – Hvað eru algeng mistök, jafnvel hjá atvinnumönnum?
00:40:15 – Uppáhalds drillur Gústa og hvers vegna hann fílar þær.
00:47:35 – Lokaskilaboð Gústa til leikmanna og þjálfara.

 

 

Fréttir
- Auglýsing -